Sansui og Bose 301

Hæ,

Verð að deila þessu með ykkur. Græjurnar sem ég var að fá frá Ebay eru tengdar og þvílík gleði. Svona á tónlist að heyrast. Gamalt og gott. Magnarinn er Sansui útvarpsmagnari, líklega frá 1980 og er bara tær snilld. Hátalararnir eru Bose 301 og eru líklega smíðaðir svona upp úr 1990. Ég borgaði 66 dollara á Ebay og með flutningi og öllu þá hefur þetta kannski slefaði í 150 dollara. eða um 10 þúsund íslenskar. Ég er ekki svekktur yfir því þar sem "sándið" er verulega gott. Gamalt og gott.

heyrumst.

Arnar Thor

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Til lukku með Bose:ið...... loksins kominn með slíkt aftur. Held samt að það verði áfram talaðum fyrrverandi Bose hátalara sem voru í þinni eigu ;)
Arnar Thor sagði…
Já, vinir mínir eru duglegir að láta mann ekki gleyma fortíðinni. Og ég geri slíkt hið sama fyrir þá.

kveðja,

Arnar Thor
Helgi sagði…
Hugsaðu þér! Ef þú hefðir ekki skipt fyrsta 301 parinu þínu fyrir þrettán ára gamalt svarthvítt Ignis sjónvarp fyrir nokkrum árum, ættirðu fjóra dúndur hátalara í dag. Jaaaá kallinn minn, það er nú málið!
Arnar Thor sagði…
Já, en ég sá það líka fyrir. Hefði ekki komið þeim fyrir. Þess vegna grunaði mig að þetta væri í lagi. Hafði á tilfinningunni þá að Internetið yrði stærra fyrirbæri og Ebay yrði til.

Spilaði öruggt.

kv.

Arnar Thor
Nafnlaus sagði…
Ekki ertu ad tala um Bosarana sem thu fekkst hja mer um arid?
Arnar Thor sagði…
Jú Gubbi, mikið rétt. Takk enn og aftur fyrir 14" sjónvarpstækið.

Arnar
Nafnlaus sagði…
Það hefði líka verið glatað að þurfa að flytja með gömlu "bose:arana" milli landa. Miklu sniðugra að kaupa þá á ebay, meiri spenna sem því fylgir. Enn og aftur til lykke!!!!

Vinsælar færslur